Ísland

Fujifilm Advanced Research Laboratories

Við stofnuðum Fujifilm Advanced Research Laboratories árið 2006 sem helstu miðstöð rannsókna- og þróunarstarfs Fujifilm hópsins. Þetta kerfi rannsóknarstofa leiðir saman vísindamenn og verkfræðinga frá fyrirtækjum samstæðunnar til samstarfs við rannsóknir og þróun. Þau svið sem um er að ræða eru m.a. líffræðileg efnasmíði, húðun með mörgum, þunnum lögum, hárnákvæm örtæki, linsuhönnun, leysitæki, prentun og myndvinnsla. 

Fujifilm Advanced Research Laboratories eru byggð upp sem hópur samtengdra rannsóknarstofa. Frontier Core-Technology Laboratories leggja áherslu á nýjustu og bestu tækni sem getur breytt framtíðinni. Synthetic Organic Chemistry Laboratories einbeita sér að hágæða lífrænum efnum til ýmissa nota. Advanced Marking Research Laboratories leita nýjunga í prenttækni. Life Science Research Laboratories og Regenerative Medicine Research Laboratories kanna nýja möguleika á sviði lífefnafræði og lyfja og tengdum sviðum lífvísinda þar sem Fujifilm vill auka hlut sinn til muna. 

Lýsing á fyrirtækjum

Heimilisfang 577-1 Ushijima, Kaisei-bær, Ashigarakami-gun, Kanagawa-hérað, 258-8577 Japan
Símanúmer 0465-86-1111
Heiti á ensku Fujifilm Advanced Research Laboratories (FF ARL)
Heildarflatarmál Um 56,000m2 (að frátöldum orkugjafa)
Upphaflegur fjöldi starfsmanna Um 600