This website uses cookies. By using the site you are agreeing to our Privacy Policy.

Ísland

CSR-nálgun okkar

Fujifilm Holdings heldur hugmyndafræði Fujifilm-samsteypunnar til streitu hvað varðar félagslega ábyrgð samsteypunnar (CSR - Corporate Social Responsibility) sem miðil til að hrinda í framkvæmd félagslegri ábyrgð fyrirtækisins, en hún er mjög mikilvægur hluti þessarar hugmyndafræði. 

CSR-nálgun Fujifilm-samsteypunnar

CSR-nálgun Fujifilm-samsteypunnar felst í því að stuðla að sjálfbærri þróun samfélagsins með því að hrinda hugmyndafræði fyrirtækisins í framkvæmd og birta framtíðarsýnina í verki með heiðarlegum og sanngjörnum vinnubrögðum.

Við munum:

  1. Standa við viðskiptalega og samfélagslega ábyrgð okkar og bregðast við kröfum samfélagsins með því að taka sem fyrirtækisþegnar þátt í framþróun menningar og tækni samfélagsins sem og í umhverfisvernd.
  2. Í stöðugum samræðum við hagsmunahópa okkar, þar með talið viðskiptamenn, hluthafa, fjárfesta, starfsmenn, viðkomandi sveitarfélög og samstarfsaðila, kanna hvort CSR-athafnir okkar svari þörfum og væntingum samfélagsins á viðunandi hátt.
  3. Bæta gegnsæi fyrirtækisins með því að leggja fram viðeigandi upplýsingar, til þess að bera fulla ábyrgð á samfélagslegum athöfnum okkar.