Ísland

Fujifilm í Evrópu

Fujifilm fór í byrjun fyrst og fremst með myndalausnir sínar inn á erlenda markaði. Fyrirtækið stofnaði árið 1966 dótturfyrirtæki, sem sá um alla stjórnun umfangsmikilla viðskipta þess í Evrópu, sem og framleiðslufyrirtæki í Hollandi árið 1982, sem framleiddi litapappír og litfilmur.

Í dag starfar FUJIFILM Europe GmbH (Düsseldorf, Þýskalandi) sem yfirstjórn svæðisins og aðstoðar hópfyrirtæki sín í Evrópu með stefnumiðaðri stjórnun markaðs- og skipulagsmála.Því til viðbótar sér FUJIFILM Europe B.V. (Tilburg, Hollandi) um stjórnun vöruflæðis, fjármála og aðfanga fyrir allan evrópumarkaðinn.

Fujifilm starfrækir líka nokkur framleiðslufyrirtæki á svæðinu, þar á meðal FUJIFILM Manufacturing Europe B.V. í Tilburg, Hollandi, sem er aðalframleiðslustaðurinn í Evrópu til framleiðslu á litapappír og Offsetplötum, sem og FUJIFILM Hunt Chemicals Europe N.V. (Kruibeke, Belgíu), sem framleiðir efnavörur fyrir ljósmyndun og grafík.Um þessar mundir fer starfsemi Fujifilm fram í rekstrareiningum í rúmlega 55 hópfyrirtækjum í Evrópu og þar vinna liðlega 4.000 manns á sviðunum rannsóknir og þróun, framleiðsla, dreifing og þjónusta við viðskiptamenn. Hvarvetna í Evrópu þjónusta þau iðnfyrirtæki á ýmsum sviðum svo sem heilbrigðisgeirann, lífvísindi, grafík, rafeindasvið, efnaiðnað, sjónglerjatækni, upptökumiðla, kvikmyndir og ljósmyndatækni.

Evrópskt aðgengi