Ísland

Hugmyndafræði fyrirtækisins

Hugmyndafræði fyrirtækisins — Óhagganleg gildi Fujifilm-samsteypunnar

Við beitum nýjustu tækni sem við höfum sjálf þróað, til að bjóða fram vönduðustu vörur og þjónustu sem efla menningu, vísindi, tækni og iðnað og bæta heilsu og umhverfisvarnir samfélagsins. Æðsta markmið Fujifilm er framlag okkar til að bæta lífsgæði mannsins um allan heim.

Við sköpum ný gildi með því að beita einstakri og leiðandi tækni okkar og með því að þróa áfram eigin tækni, í þeim tilgangi að bjóða bestu fáanlegu vörur og þjónustu, sem eflt geta traust og ánægju viðskiptamanna okkar.

Með þessu framlagi rjúfum við fyrri takmarkanir á sviði myndgreiningar og upplýsinga, til þess að efla þróun menningar, vísinda, tækni og iðnaðar út fyrir ramma samfélagsins, til þess að bæta heilsu mannsins og vernda umhverfið.

Nýja hugmyndafræði fyrirtækisins grundvallast á þeirri sannfæringu að hlutverk okkar felist í að leggja drjúgan skerf af mörkum við að koma á samfélagi þar sem allir menn um allan heim geti lifað innihaldsríku og ánægjulegu lífi, jafnt að andlegum sem efnislegum gæðum. Þetta gerum við með sjálfbærri starfsemi.

Framtíðarsýn — Æðstu gildi Fujifilm-samsteypunnar

Shigetaka Komori
Shigetaka Komori, Chairman and Chief Executive Officer

Með því að sækja styrk sinn í opna, sanngjarna og skýra fyrirtækismenningu og leiðandi tækni á markaðnum er Fujifilm staðráðið í að fylgja fast eftir leiðandi stöðu sinni með því að takast á hendur þá djörfu hvatningu sem felst í nýjum vörum og sköpun nýrra gilda.

Við ætlum að skaða opna, sanngjarna og skýra vinnustaðarmenningu sem gerir okkur kleift að skynja hlutlægar staðreyndir í heiðarlegu og opnu umhverfi, taka rökréttar ákvarðanir og takast á hverjum tíma á við djarfar áskoranir.

Út frá þessari fyrirtækismenningu munum við betrumbæta eigin leiðandi tækni og þróa vörunýjungar og þjónustu sem afla okkur trausts og ánægju viðskiptamanna til þess að festa okkur enn betur í sessi; skapa stöðugt ný gildi og vera brautryðjendur í gegnum nýsköpun.