Ísland

Healthcare

Á grundvelli nýsköpunar okkar í myndgreiningartækni við sjúkdómsgreiningu eflumst við nú á sviðum fyrirbyggjandi heilsuverndar og meðferðar. Til þess nýtum við auk þess þekkingu ýmissa félaga Fujifilm samsteypunnar og þekkingu þartilbærra samstarfsaðila, samlaga og yfirtökufyrirtækja.

Yfirlit

Tenging myndvörslu- og samskiptakerfa
Holsjár um nef gera rannsóknir þægilegri
Geislavirk lyf til sjúkdómsgreiningar og meðferðar
Lyfjafyrirtæki vörur Toyama Chemical
Skincare snyrtivörur

Leiðandi á markið fyrir stafræna röntgensjúkdómsgreiningu

Árið 1936 sett Fujifilm á markað fyrstu röntgenfilmu sína og kynnti árið 1983 fyrsta stafræna röntgenmyndgreiningar- og sjúkdómsgreiningarkerfi í heimi. Fuji Computed Radiography (FCR)-vörurnar þykja meðal fremstu kerfa heims í dag á sviði tækniþróunar stafrænnar myndgreiningar.

Að bjarga lífum með læknisfræðilegum myndum sem tilbúnar eru samstundis

Læknar nota röntgen-, hátíðnihljóð- og aðrar læknisfræðilegar myndir til þess að taka ákvörðun um læknismeðferð. Fujifilms Synapse-System gerir læknum kleift að grípa til þessara mynda með hraði og senda þær áfram um stafræn net. Synapse er notað í mörgum sjúkrabifreiðum, hefur verið sett upp í fleiri en 1.000 sjúkrahúsum og læknastofum um heim allan og einkennist af því að vera aðgengilegt í 99,99% tilvika. Þetta myndvörslu- og samskiptakerfi styður þar að auki notendatengda (community-based ) heilsugæslu með eigin læknisfræðilegri netþjónustu.

Nýjar víddir innan læknisfræðinnar

Holsjár veita læknum sýn inn í líkamann. En hefðbundnar holsjár um munn kalla fram kæfiviðbrögð. Af þeim sökum höfum við þróað örsmáa nefholsjá, sem leidd er inn um nef. Þar að auki hefur Fujifilm á boðstólum tvíblöðrugarnaspeglunar- og vídeóhylkis-holspeglunarkerfi fyrir þarmaspeglanir sem og búnað og myndgreiningarhugbúnað fyrir skurðstofur.
Litlu handhægu hátíðnikerfi Fujifilm henta einstaklega vel til nota við rúm sjúklingsins og í neyðartilvikum. Ómskoðun er sjúklingavæn og með henni er hægt að framkvæma myndgreiningu í rauntíma. Þessi tækni er almennt notuð á meðgöngu og við brjóstaskoðun, hjartaskoðun og mjaðmagrindarskoðun.  
Geislavirk lyf nýtast við sjúkdómsgreiningu slags og greina forstigseinkenni í heila og öðrum líffærum. Fujifilm er vaxandi á þessu sviði í gegnum samsteypufélagið Fujifilm RI Pharma eftir yfirtöku á kjarnalækningafrumkvöðlinum Daiichi Radioisotope Laboratories árið 2006.

  • “FCR” stafræn röntgenmyndgreiningar- og sjúkdómsgreiningarkerfi
  • “Synapse” myndvörslu- og samskiptakerfi (PACS) til læknisfræðilegra nota
  • Þurrmyndafilmur / Þurrmyndabúnaður
  • Röntgenfilmur
  • Geislavirk lyf
  • Stafrænar holsjár
  • Kjarnasýru einangrunarkerfi
  • Heilsuverndarvörur
  • Lyfjafyrirtæki vörur