Ísland

Sjónræn tæki

Fujinon er félag innan Fujifilm-samsteypunnar, sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á linsum Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1944, er frægt fyrir háþróaða linsuslípunar- og húðunartækni, sem bætir myndgæði ljósmynda, filma og sjónvarpssendinga.

Yfirlit

Rammbyggðar gervitunglalinsur skila skörpum myndum
Fujifilm er leiðandi framleiðandi myndavélalinsa sem notaðar eru um allan heim
Linsur í eftirlitsmyndavélar

Gervitunglalinsur beina sjónum sínum að tunglinu og jörðinni

Fujinon-linsur svifu umhverfis tunglið í heilt ár um borð í japanska Selene-gervitunglinu, sem skotið var á loft í september 2007. Þessar sérstöku linsur skiluðu myndum í hárri upplausn sem hjálpuðu vísindamönnum að skilja uppruna og þróun tunglsins. Fujinon-gervitunglalinsurnar, sem hannaðar voru til að þola erfið skilyrði himingeimsins, voru líka notaðar í mörgum japönskum jarðkönnunarhnöttum.

Sala til vaxandi markaðar fyrir farsímamyndavélar

Myndavélar eru orðnar óhjákvæmilegur hluti farsíma. Mikil myndgæði Fujifilm-linsanna stuðlaði að því að auka þessa eftirspurn. Markaðshlutdeild okkar í flokki ofurlinsa með meira en tvö megapixel nemur rúmlega 50%. Framleiðslustöðvar okkar í Kína eiga þátt í því að tryggja afgreiðslu þessara sérstöku linsa til farsímaframleiðenda um allan heim.

Frá himingeimnum til líffæralækninga

Margar kvikmyndir og sjónvarpsþættir eru tekin upp með Fujinon-linsum. Markaðshlutdeild okkar á sviði linsa fyrir sjónvarpstökuvélar nemur rúmlega 50%. Fujinon-linsur í eftirlitsmyndavélar tryggja öryggi á opinberum stöðum svo sem flugvöllum og höfnum. Þegar vel er að gáð sérðu Fujinon-linsur á fjölmörgum stöðum svo sem í DVD-spilunarhausum, nefholsjám, myndskönnum, sjónaukum og víða annars staðar. Linsur okkar sýna smæstu hluti í réttu ljósi – frá himingeimnum til líffæralækninga.

  • Farsímalinsur
  • TV-linsur / Linsur í kvikmyndatökuvélar